Hvernig líður þér með langvinna lungnateppu (LLT)? Taktu LLT-prófið.
Þessi spurningalisti hjálpar þér og heilbrigðisstarfsmanni þínum að meta áhrif langvinnrar lungnateppu (LLT) á líðan þína og daglegt líf. Þið getið notað svörin og niðurstöður prófsins til að ná betri tökum á sjúkdómnum og ná sem bestum árangri af meðferðinni.
Ef þú kýst að svara spurningalistanum á pappír, vinsamlega smelltu hér og prentaðu út spurningalistann.
Krossaðu (X) í þann reit við hverja fullyrðingu sem á best við um þig þessa dagana. Veldu aðeins eina tölu við hverja fullyrðingu.
Dæmi : Ég er mjög glöð/glaður
Ég er mjög döpur/dapur
Stig
Ég hósta aldrei
Ég er síhóstandi
Það er alls ekkert slím ofan í mér
Lungun eru alveg full af slími
Ég finn ekki fyrir neinum andþrengslum
Ég finn fyrir mjög miklum andþrengslum
Þegar ég geng upp brekku eða frá einum stigapalli upp á annan finn ég ekki fyrir mæði
Þegar ég geng upp brekku eða frá einum stigapalli upp á annan finn ég fyrir mikilli mæði
Sjúkdómurinn hindrar mig ekki við daglegar athafnir heima við
Sjúkdómurinn hindrar mig mjög mikið við daglegar athafnir heima við
Ég treysti mér vel til að fara út úr húsi þrátt fyrir sjúkdóminn
Ég treysti mér illa til að fara út úr húsi vegna sjúkdómsins
Ég sef vel
Ég sef ekki vel vegna sjúkdómsins
Ég hef mikla orku
Ég er alveg orkulaus
Vertu viss um að prenta
LLT listann þinn áður en þú hittir heilbrigðisstarfmann
COPD-matsprófið var þróað af þverfaglegum hópi alþjóðlegra sérfræðinga í COPD með stuðningi GSK. Eftirlit með starfsemi GSK, að því er varðar COPD-matsprófið, er í höndum eftirlits- og stjórnunarnefndar sem meðal annarra er skipuð óháðum utanaðkomandi sérfræðingum, en einn þeirra er formaður nefndarinnar.
CAT, COPD-matsprófið og CAT-kennimerkið eru vörumerki fyrirtækjasamstæðu GSK. ©2009 GSK. Allur réttur áskilinn.
For optimal viewing, please rotate your mobile device's screen orientation to landscape.